Minnum á hópaksturinn með Fornbílaklúbbinum

Nú er stutt í næsta viðburð sumarsins, en það er hópakstur með Fornbílaklúbbinum, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 19:30 á bílastæðið við Skautasvellið í Laugardal. Það stefnir í góða mætingu, eins og hefur alltaf verið í þessum skemmtilega viðburði síðustu árin. Þetta er klárlega orðið árviss viðburður og einn sá stærsti á vegum klúbbsins varðandi fjölda bíla sem mæta. Minnum á að allir volvo bílar eru velkomnir í þennan akstur.

Frjáls akstur verður um Laugarnes- og Vogahverfið og er stefnt að því að enda á ísbúð. Það verða því tvær leiðir í boði og endað á ísbúð í hverfinu. Nánar tilkynnt á svæðinu.

Comments are closed.