Mótorhjóla og fornbílasýning Rafta í Borgarnesi

Fjórða árið í röð stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð í Borgarnes á mótorhjóla og fornbílasýningu Rafta í Borgarnesi. Sýning verður flottari hjá þessum heiðursmönnum með hverju árinu og meðlimir og áhangendur Volvoklúbbsins eru einnig að verða duglegri að mæta.

Viðburðurinn byrjaði á bílaplaninu hjá Bauhaus rétt fyrir hádegið. Þar mættu 14 bílar, þar af tveir sem voru ekki Volvo bifreiðar, og ætluðu 10 af þessum bílum í Borgarfjörðinn, en aðrir voru bara komnir til að hittast. Volvoklúbburinn dreifði miðum í göngin til félagsmanna.

Tíu bílar renndu svo úr bænum og einn kom úr Borgarfirðinum en nokkrar gullfallegar Volvo bifreiðar voru á svæðinu á annara vegum. Að öðrum ólöstuðum var 83 árg. af 240 (R8977) sem er keyrður um 90 þús km. og er eins upprunalegur og þeir verða sem vakti einna mesta athygli greinahöfundar, upprunalega lakkið með ólíkindum heillegt og innréttingin eins og ný.

Þökkum þeim kæralega fyrir sem komu í hittinginn og ferðina í ár. Næsti viðburður verður hópferð til Hvolsvallar, 25. maí. Vonumst til að sjá sem flesta þar.


 

Comments are closed.