Myndir frá Áramótarúnti

Eins og síðustu árin þá bauð Volvoklúbburinn til hópaksturs á gamlársdag. Veðrið var mjög gott þrátt fyrir nokkuð frost og mættu 9 bílar í þetta sinn. Við vorum á nýjum stað og hittumst Skautasvellið í Laugardal, en þaðan er gott að aka með fjölda bíla í röð. Mjög vel tókst að halda hópinn og fara yfir þau þrjú ljós sem voru á leiðinni. Á endastöðinni var glæsilegt útsýni yfir Faxaflóa og Esjan í bakgrunn. Að loknu stoppi við sjóinn fóru nokkrir félagsmenn á næstu Olísstöð og fengu sér kaffi.

Gleðilegt ár kæru félagar.


Comments are closed.