Eins og síðustu árin þá bauð Volvoklúbbur Íslands upp á hópakstur í Borgarnes á sýningu Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Eins og undanfarin ár hittumst við í góðan tíma á bílastæði Bauhaus og ræddum málin og tókum myndir. Það mættu 7 bílar að þessu sinni og fóru 6 bílar til Borgarfjarðar í hópakstri. Volvoklúbburinn sá til þess að allir fengu miða í göngin.
Það kom einn glæsilegur Volvo 121 árgerð 1962, og annar stórglæsilegur Volvo 940 SE, einn með öllu eins og sagt er.
Þökkum þeim sem mættu kærlega fyrir þátttökuna.