Myndir frá hópakstri með Fornbílaklúbbinum

Volvoklúbbur Íslands ásamt Fornbílaklúbbi Íslands héldu sameiginlegan hópakstur í gær sem lukkaðist mjög vel. Mætingin var afar góð, en alls komu 14 volvobílar og um 26 aðrir fornbílar, eða áætlað var að um 40 bílar væru á svæðinu í upphafi ferðarinnar.

Hisst var á bílastæðinu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða 20. Ekki var hægt að leggja með alla bílana í beinni línu sökum bíla sem þar fyrir stóðu. Menn voru mættir tímanlega og var spjallað og tekið myndir ásamt því að Gunnar Bergþór Pálsson hélt smá ræðu til að útskýra akstursleiðina.

Keyrt var upp Gullinbrú og skiptist hópurinn þar að keyra um Hamrahverfi og Foldahverfi og mættust á leiðinni. Afar skemmtileg hugmynd sem heppnaðist vel. Í framhaldinu var stoppað við Olís við Gullinbrú þar sem hægt var að fá sér kaffi og með því áður en haldið var á lokastaðinn, sem var hjá manni með bíl í uppgerð í Úlfarsárdal við Grafarholt, en Fornbílaklúbburinn skipulagði þann hluta kvöldsins.

Þökkum öllum sem komum, og reikna má með að þetta verði árlegur viðburður næstu árin.


Comments are closed.