Það voru átta volvo bílar sem mættu nýverið upp á bílastæðið við Bauhaus í Reykjavík. Volvoklúbburinn hafði skipulagt þessa árlegu ferð í Borgarnes á Stórsýningu Rafta. Góð stemning var í hópnum á veðrið alveg einstakt, og var mikið spjallað og spáð áður en lagt var af stað. Bílarnir sem mættur voru fjórir 240, 740, 850 og 145, sem var elstur þeirra sem mættu. Fleiri bílar bættust svo í hópinn í Borgarnesi. Þökkum þeim sem mættu á rúntinn.