Næsta kynslóð barnabílstóla frá Volvo

Volvo eru byrjaðir að kynna næstu kynslóð barnabílstóla. Hugmyndin er svo einföld að það er í sjálfu sér ótrúlegt að engum hafi dottið þetta í hug fyrr.

Hver kannast ekki við leiðindin og vesenið að færa þessa stóru og fyrirferðamiklu barnabílstóla á milli bíla þegar verið er að redda foreldrunum með að sækja börnin í leikskólann eða þegar þau eru send í helgarleyfi til ömmu og afa. Með nýja stólnum frá Volvo ætti þetta að verða leikur einn, stóllinn er nefnilega uppblásanlegur til hliðana og þar af leiðandi léttur og tekur ekkert pláss þegar hann er ekki í notkun. Ekki þarf að hafa mikið fyrir því að blása stólinn upp því hann kemur með innbyggðri loftdælu sem bæði blæs upp stólinn og dregur loftið síðan úr honum þegar hann er ekki í notkun.

Myndband af þessum magnaða stól má t.d. finna á Youtube

Comments are closed.