Níunda aðalfundi félagsins lokið

Í dag héldum við níunda aðalfund félagsins frá stofnun þess. Góð mæting var á fundinn en 10 félagar og þrír stjórnarmenn tóku þátt í viðburðinum.

Ragnar var fundarstjóri og kynnti dagskránna. Magnús fór yfir ársreikning sem var samþykktur á fundinum. Lögð var fram tillaga að hækkun á félagsgjaldi fyrir árið 2023 sem var samþykkt á fundinum. Gjaldið hækkar upp í 2500 kr. fyrir árið 2023, sem verður 10 ára afmælisár félagsins og stendur margt til að gera það ár sem veglegast. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun sem við breytum árgjaldinu, en við höfum reynt að hafa það eins lágt og hægt er, en upphæðin hefur hingað til dugað til að halda úti starfsemi félagsins. Stjórn félagsins var endurkjörin með lófaklappi.

Góðar umræður mynduðust eftir fundinn og skiptust félagar á sögum og upplýsingum.

Boðið var upp á léttar veitingar og gosdrykki. Þökkum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og sjáumst á næsta viðburði félagsins.

Comments are closed.