Norðurlands Volvo 740 til sölu

Sú var tíðin að Höfuðborgarbúar sóttust eftir að finna volvobíla sem áttu ættir að reykja Norður í land þar sem ekki var salt á götum. Enn auglýsa menn slíkt að bíll sé frá Norðurlandi, þar sem það eru ákveðin meðmæli miðað við saltgöturnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nú er auglýstur glæsilegur Volvo 740 GLE á Bílasölur.is. Bíllinn er sagður vera árgerð 1984 og skráður í júlí sama ár. Aksturinn er skráður aðeins 76 þúsund kílómetrar. Blár og blá sæti, einn af þessum klassísku og frábærlega endingargóðu bílum sem volvo hefur framleitt.

Ásett verð er 590.000 kr. og BB Bílar á Akureyri eru með söluna.

Ekki missa af þessum, þið sem leitið að fornbíl. Myndir eru fengnar af Bílasölur.is

Comments are closed.