Ný XC90 njósnamynd og tækniupplýsingar

Það bíða allir spenntir eftir að nýji Volvo XC90 verði tilkynntur í október í París. Það hafa náðst nokkrar njósnamyndir í vetur og vor af bílnum þar sem verið var að prófa hann á snjó sem við birtum hér, og nú hafa náðst myndir af honum við hraðaprófanir.

Þá hafa verið gefnar út nánari tæknilýsingar á vél bílsins og undirvagni. Vélin er sögð koma með bensín, dísel og hybrid. Meðal annars verður 4 sílandera vél, T8 turbó, 2 lítra vél, og svo hybrid vél. Ein vélarútgáfan er þannig að bensínvél er að framan og knýr framhjólin, en rafmagnsvélin er að aftan og knýr afturhjólin. Þá er sagt að hægt verði að keyra á rafmagninu einu í ca. 40 km, og skipta svo yfir á bensínvélina. Twin Turbó D5 dísel vélin er sögð eyða 6 L á 100 km, en D4 dísel vélin sögð eyða 5 L á 100 km. D5 turbó dísel vélin verður frá 190 hestöflum en T6 bensín vélin 320 hestöfl. Öflugsta vélin verður Hybrid T8, 2 lítra turbó , alls 400 hestöfl með rafmagnsvélinni og losar 30% minna af CO2 en Toyota Prius og er með öflugri vél en Porsche !.

Bílinn mun keppa við bíla eins og Range Rover sport, BMW X5, Audi Q5 sem hafa verið leiðandi í sölu síðust árin.

2015_volvo_xc90_t8_twin_engine_plug_in_hybrid_system Volvoxc902015-njosnamynd2015_volvo_xc90_spy_photos_04-0617

Heimild: NYdailynews.com

Heimild: Themotorreport.com.au

Comments are closed.