Nýr Volvo á leiðinni?

Volvo-Coupe_Concept_2013_800x600_wallpaper_01

Á meðan nýji XC90 jeppinn er ekki einu sinni kominn í almenna sölu er strax byrjað að tala um næstu kynslóð fólksbíla frá Volvo. Talið er að hann muni heita S90 og er honum ætlað að keppa við flottustu bíla Benz og BMW. Líklegt verður að teljast að hann komi bæði sem S90 og V90 og muni þá leysa af hólmi 70 og 80 línuna en 70 línan frá Volvo, og þá kanski sérstaklega XC útgáfan, hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og eflaust margir sem munu sakna þeirra. Enn sem komið er lítið vitað um nýja bílinn og greinilegt að markaðsdeildin hjá Volvo hefur gaman af því að leika sér af áhangendum sínum. Eitt af því fáa sem er hægt að reikna með er að allar vélarnar verða fjögurra strokka en munu þó vera frá 200 hestöflum og upp í 400 og undirvagninn verður á svipaður og er í nýja XC90 bílnum þó svo að ekki verði hægt að samnýta hann. Reikna má með að bíllinn verði frumsýndur 2016 og verði kominn í almenna sölu í árslok sama árs.

Ekki eru komnar neinar myndir af því hvernig hann mun líta út en menn telja að reynt verði að notast við línurnar úr 2013 Concept bílnum sem þóttu mjög flottar.

http://www.netcarshow.com/volvo/2013-coupe_concept/

Comments are closed.