Nýskráningar og árgjald 2022

Kæru félagsmenn. Þessar vikurnar erum við á fullu að undirbúa félagskírteini, fréttabréf og undirbúa viðburði ársins 2022. Enn er tími til að skrá sig og greiða ársgjald, en best er að klára það sem fyrst til að vera með í fyrstu stóru sendingu ársins frá okkur, þegar við sendum út félagsskírteini, fréttabréf og gjöf til félagsmanna í póstsendingu. Auðvelt er að skrá sig á heimasíðu félagsins, en við sendum svo kröfu í heimabankann eftir skráningu.

Tæplega 50 eiga eftir ógreitt, en rúmlega 270 hafa gengið frá greiðslu og þökkum við fyrir það.

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir núna þá vonumst við til að geta haldið úti viðburðum jafnt og þétt yfir árið, en flestir okkar viðburðir miðast þó við sumartímann.

Á næsta ári verður félagið 10 ára og eru uppi margar hugmyndir af viðburðum þá.

Við hvetjum alla til að skoða heimasíðuna okkar, en þar er að finna afsláttartilboð til félagsmanna og stærsta volvomyndasafn á Íslandi svo eitthvað sé nefnt.

Myndir: http://volvoklubbur.is/felagsstarfid/myndir/

Skráning í félagið: http://volvoklubbur.is/felagsstarfid/gerast-felagi/

Afslættir og tilboð: http://volvoklubbur.is/klubburinn/tilbod-og-afslaettir/

Íslenskir Volvo eigendur og greinar: http://volvoklubbur.is/sagan/islenskir-bilar-og-eigendur/

 

Comments are closed.