Nýtt félagskort komið í flest hús

Kæru félagar. Við sendum ykkur bréf með póstinum síðasta miðvikudag og fengum fréttir að fyrstu viðtakendur á landsbyggðinni hefðu fengið kort inn um lúguna sína á föstudegi. Félagar á höfuðborgarsvæðinu voru svo að fá bréfið til sín í þessari viku og mögulega eru einhverjir enn að bíða eftir póstmanninum. Við vonum allavega að langflestir séu komnir með bréfið frá okkur.

Í ár er nýr litur á skírteininu og einnig lítil gjöf sem við pöntuðum fyrir þá sem greiddu á réttum tíma í upphafi árs. Vonum að sem flestir kunni að meta þessar sendingar ásamt litlu fréttabréfi.

Stjórnin mun hittast fljótlega og skipuleggja viðburði sumarsins og næsta aðalfund sem verður auglýstur þegar nær dregur.

Félagið verður 10 ára á næsta ári og er afmælisárið einnig mikið til umræðu á fundum stjórnarinnar.

Við erum til dæmis að safna sögum og myndum af bílum félagsmanna sem við viljum birta á heimasíðunni og mögulega í blaði. Þeir sem vilja senda okkur inn ljósmyndir af sínum volvo og helstu upplýsingar um hann mega gjarnan gera það. Póstfangið okkar, postur(hja)volvoklubbur.is eða í gegnum fésbókina.

Þökk þeim rúmlega 300 félagsmönnum sem eru í félaginu í ár og þeim tryggu félagsmönnum sem verið hafa með frá upphafi.

Við ætlum að gera þetta að góðu volvo ári með viðburðum og hittingum.

Enn er hægt að skrá sig eða greiða kröfu sem var send út. Einföld skráning fyrir nýja félagsmenn á síðunni góðu, http://volvoklubbur.is/.

Sjáumst á næsta viðburði.

Kveðja, Stjórn Volvoklúbbs Íslands.

Comments are closed.