Nýtt volvo ár

Kæru félagsmenn. Volvoklúbbur Íslands hefur nú sent út félagsgjöldin fyrir árið 2020 og hefur gjaldið haldist óbreytt frá stofnun félagsins síðan 2013, eða aðeins 2000 kr. árgjald. Gjalddaginn er 1. febrúar og eindaginn er 15. febrúar.

Það stefnir í met ár hvað varðar félagsmenn en síðustu árin hefur aukist jafnt og þétt hjá okkur og eru núna rúmlega 240 félagsmenn sem greiða gjöldin. Við minnum á afslættina sem hægt er að nýta sér þegar maður hefur greitt félagsgjöldin og fengið skírteini í hendurnar.

Við erum að hanna nýtt skírteini sem fer bráðlega í prentun og verður sent til félagsmanna í kringum mars mánuð eða síðar.

Við hvetjum félagsmenn til að greiða gjaldið tímanlega.

Viðburðadagskrá og Aðalfundur verður auglýst við fyrsta tækifæri.

Comments are closed.