Markmið Orkunnar hefur frá upphafi verið að leiða samkeppni á eldsneytismarkaði. Með öflugu afsláttarkerfi höfum við alla tíð komið til móts við kröfu neytenda um lágt eldsneytisverð.
Ásamt því að halda áfram að verðlauna dygga viðskiptavini okkar með góðum, stigvaxandi afsláttarkjörum höfum við ákveðið að bjóða upp á nýjung á völdum stöðvum — eitt lágt verð á dælu.
X–stöðvar Orkunnar eru einfaldar stöðvar með lágmarks yfirbyggingu. Þar verður boðið upp á eitt verð, en engan afslátt. Lægsta verð á eldsneyti hverju sinni. Þessar stöðvar verða fyrst um sinn á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Seltjarnarnesi, í Hveragerði, Kópavogi, Spönginni og við Miklubraut í Reykjavík.
Viðskiptavinir geta eftir sem áður nýtt Orkulyklana á X–stöðvunum, en afsláttur gildir ekki þar. Þannig tryggjum við einfaldlega lágt verð fyrir alla.
Þinn afsláttur gildir að sjálfsögðu áfram á öllum öðrum stöðvum Orkunnar um allt land og þar nýtur þú áfram ýmissa sérkjara hjá samstarfsaðilum. Þar getur þú haldið áfram að ráðstafa afslætti til góðgerðamála og notið okkar bestu kjara hverju sinni.