Óvanalega mikið af 240 bílum til sölu

Það hefur verið óvanalega mikið af Volvo 240 bílum auglýstir til sölu síðustu vikur og mánuði. Í okkar fésbókarhópi eru yfir 2550 manns, og þar má nú finna þónokkra Volvo 240 bíla sem auglýstir eru til sölu, flestir þeirra eru sedan bílar. Þegar betur er gáð má telja 9 ökuhæfa Volvo 240 bíla sem auglýstir eru í Volvo hópnum.

Hvað veldur þessu? Eru þessir bílar orðnir og gamlir eða að detta úr tísku? Komið mikið viðhald á bílana? Eru menn að færa sig í nútímalegri bíl eins og Volvo 850 ?

Allt þetta eru góðar spurningar, en síðustu árin hefur alltaf einn og einn spennandi Volvo 240 komið á sölu á netinu, eða jafnvel á Bílasölur.is. Þetta eru góðar fréttir fyrir Volvo 240 aðdáendur, og núna er tækifærið til að ná sér í bíl í skúrinn.

Volvo 240 seldist vel á árunum 1987-89 á Íslandi og eru margir slíkir bílar hér á götum og til sölu.

Ýmsir bílar sem auglýstir hafa verið í Facebook hópi Volvoklúbbsins síðustu vikur.

Comments are closed.