P38 úr Ólafsvík

Volvoklúbburinn heldur áfram að safna upplýsingum um eldri volvo bifreiðar undir síðunni “Sagan” – Íslenskir bílar og eigendur. Þar má finna skemmtilegar upplýsingar um níu Volvo bíla á Íslandi. Þeir sem eiga merkilega bíla mega endilega hafa samband við okkur með helstu upplýsingum og myndum.

Volvo 245 GL 1979

Marteinn Gunnar Karlsson, fyrrum sjómaður, flutningabílstjóri og veitingamaður í Ólafsvík, átti þennan fagurgræna Volvo 245 herragarðsvagn frá árinu 1979 – 2012. Bíllinn var í daglegri notkun um áraskeið en síðarmeir var honum komið fyrir í geymslu yfir vetrartímann. Þá var hann tekinn út á vorin þegar vel viðraði. Í sveitinni var bíllinn kallaður því skemmtilega nafni Vorboðinn.
Árið 2012 eignaðist Marteinn Knaran, dóttursonur Marteins bílinn en þá hafði hann staðið óhreyfður í geymslunni í heil sjö ár. Eftir rafgeymaskipti hrökk bíllinn í gang og hefur allar götur síðan verið án vandræða. Bíllinn er beinskiptur, fjögurra gíra og ekki ekinn nema um 95.000 km. Hann er allur upprunalegur og í mjög góðu ásigkomulagi.


Myndir: Marteinn Ómarsson.

Comments are closed.