Pistill frá formanni

Kæru Volvoklúbbs félagar
Núna er fyrsta formlega starfsár Volvoklúbbs Íslands hafið. Síðasta dag ársins 2013 var haldinn áramótarúntur á vegum klúbbsins þar sem menn hittust við Perluna og óku þaðan hring um bæinn. Það var mjög góð þátttaka og mættu margir á skemmtilegir bílar svæðið. Volvoklúbburinn fékk mikla umfjöllun á mbl.is og átti það þátt í að fleirri mættu en von var á. Einnig var á Perluplaninu að einskærri tilviljun SAAB klúbburinn, sem var að enda sinn áramótarúnt og fara í Perluna. Skemmtileg tilviljun þar sem tvö sænsk bílamerki er um að ræða. Stjórnin er búin að funda tvisvar frá því hún tók til starfa og núna með hækkandi sól, þá fá fara tækifærin að koma fyrir félagmenn til að hittast og deila áhuga sínum á Volvo með öðrum.
Þá er það mál málanna: Fyrst bera að nefna að eindagi á greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2014 var 30. janúar. Ég hvet ykkur sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin að gera það fyrir 14. febrúar. Því nú liggur fyrir að fara gefa út fyrsta félagsskírteini Volvoklúbb Íslands og stefnt er á að vera búnir að prenta skírteinin í lok febrúar og afhenta félagsmönnum í byrjun mars með mikilli viðhöfn sem verður auglýst síðar. Aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjöld fá afhent félagsskírteini. Þeir sem geta ekki verið viðstaddir afhendingu félagsskírteinisins, fá það sent í pósti.
Af öðrum stórum fréttum ber að nefna að það er búið að hanna flott merki fyrir Volvoklúbb Íslands sem verið er að leggja loka hönd á því verki. Svo liggur fyrir plan á Volvo rúntum sem verður auglýst síðar á heimsíðu klúbbsins. Verið vakandi á heimsíðunni www.volvoklubbur.is þar sem frétt um afhendingu félagsskírteina verður birt á næstunni.
Kær kveðja
Ragnar Þór Reynisson

Comments are closed.