Pistill frá formanni

Eins og oft áður, þá er mér hugleikið þessi Volvo della. Ég skil mjög vel að menn eru með bíladellu. En hvað er það að vera áhugamaður um Volvo bifreiðar? Hvað fær menn til að fá ástfóstur á Volvo? Hvað er það sem dregur menn að því að hafa áhuga á Volvo? Er það útlitið? Er það að því að hann er sænskur? Er hann tákn einhvers? Til að svara þessari spurningu þá er svarið líklega að finna í rannsókn sem gerð var í félagsvísindadeild í virtum háskóla í Finnlandi. Einnig er mjög líklega til fullt af greinum frá merkum háskólum í Bandaríkjunum um þennan sérstaka hóp í heiminum. En í alvöru, þá er það greinilegt að áhuginn er mikill hjá mörgum og aðrir fá þennan áhuga í vöggugjöf, eða nokkurskonar fjölskyldusjúkdómur. Svo enn aðrir hafa áunnið sér þennan áhuga.

Margir félagar í Volvoklúbbi Íslands eru bílaáhugamenn að upplagi og hafa áhuga á mörgum bílum. En Volvo virðist vera bíllinn sem er á bílastæðinu eða í bílskúrnum heima. Hvort sem hann er nýr, nýlegur, eldri eða fornbíll. Ekki má gleyma þeim sem hafa bara keypt Volvo bifreiðar í tugi ára og hafa átt tugi Volvo bifreiða.

Ég var staddur í Denver fyrir nokkrum vikum og keyrði daglega þar um í viku tíma. Það kom mér á óvart hversu mikið af nýjum Volvo bifreiðum er á götunum í Denver. Einnig var skemmtilegt að sjá að hversu mikið er af gömlum Volvo bílum og í flottu standi. Volvo áhuginn er sem sagt ekki bara íslenskt eða skandinavískt fyrirbæri. Hann er alþjóðlegur. Ef ég „GÚGLA“ Volvo klúbba, þá er að sjá að það eru mjög margir Volvo klúbbar til um allan heim og allir virðast þeir vera mjög fjölmennir og eru virkir.  Það eru t.d. Volvoklúbbur í Malasíu og stór klúbbur í Bandaríkjunum, www.vcoa.org . Til gamans má geta að á fyrsta áramótarúnti Volvoklúbb Íslands árið 2013 var staddur hér á landi Ungverji að nafni Bárdos Csaba sem er félagi í Volvoklúbb þar í land og er mikill áhugamaður um Volvo og safnar einnig Volvo bílamódelum. Í gegnum vefinn  mbl.is fréttir hann af rúntinum á Íslandi og hafði fyrir því að mæta upp við Perlu til að sjá hóprúntinn fara af stað. Ég náði að tali af honum og komst að því hver hann væri og hversu mikill áhugamaður hann er um Volvo bíla.

En ég held að ég ætli ekkert að vera leita svara af hverju er þessi Volvo áhugi er til staðar. Það er verkefni fyrir félagsvísindadeild háskólans. Og að öllu gamni slepptu, þá er þetta mjög virðulegt áhugamál. Hvort sem það er að eiga marga Volvo bíla, eiga marga gamla bíla, eiga sem flesta Volvo bíla um ævina,  og eða bara vita allt um Volvo bifreiðar. Tilgangur Volvoklúbb Íslands er einmitt að sameina áhugamenn um Volvo á einn stað og saman á einn vettvang.

Frá því klúbburinn var stofnaður hafa orðið til nokkrar hefðir sem gefa mönnum ástæðu til að hitta félagsmenn sem hafa sama áhuga. Það er að koma meira í ljós margir dýrgripir sem félagar í Volvoklúbbnum eiga. Má nefna 740 bíllinn hans Benedikts Gunnars Sigurðssonar. 245 sem er búinn að vera í sömu fjölskyldu síðan 1978 og er enn í notkun. Bíla eins þessa er vert að sýna og skylda fyrir alla áhugamenn að sjá. Þær hefðir sem hafa verið síðustu ár hjá klúbbinum, eru áramótarúntur, Borgarfjarðarrúntur á fornbílasýningu, Hvolsvallarrúntur. Bæði Borgarfjarðarrúnturinn og Hvolsvallarrúnturinn hafa verið mjög skemmtilegar ferðir. Taka daginn frá og fara með fjölskyldu eða vinum í ferð út úr bænum í Volvo bílalest. Stoppa og fá sér hressingu og njóta samveru góðra manna. Einnig var skúrahittingur sem tókst mjög vel.

Það var greint frá viðburðum Volvoklúbbs Íslands fyrir árið 2016 í fréttasnepli sem sendur var nýlega til félagsmanna og birtist á heimsíðu Volvoklúbbsins og hvet ég þig volvoáhugamaður/kona að fylgjast vel með og vera með í flestum viðburðum.

Farið gætilega í umferðinni og sýnið aðgát. Eigum gott Volvo ár.

Ragnar Þór Reynisson, Formaður Volvoklúbbs Íslands.

10676112_10204888918562157_391361583735239737_n

Comments are closed.