Sælir félagar um land allt.
Ný stjórn tók til starfa strax eftir stofnfund og ákvað að halda sinn fyrsta stjórnarfund þann 20.nóvember síðastliðinn. Enn og aftur fékk félagið afnot af fundarherbergi hjá Brimborg. Fyrsta mál á dagskrá var að setja í sæti fyrstu stjórnar félagsins. Svona lítur stjórnin út: formaður er Ragnar Þór Reynisson, ritari er Hafsteinn Ingi Gunnarsson, gjaldkeri er Oddur Pétursson, meðstjórnendur eru Magnús Rúnar Magnússon og Ingólfur Hafsteinsson.
Eins og kemur fram í fundargerð sem verður birt innan tíðar, þá voru samþykktir lagfærðar samkvæmt samþykktum stofnfundar þann 13. nóvember, prentaðar út og undirritaðar af stjórn. Því næst hófust ýmsar umræður um framtíðarplön félagsins og heimasíðu þess. Eftir fund var farið að skrá félagið opinberlega og félagið nú komið með kennitölu. Því næst kemur bankareikningur svo félagsmenn geti að fara að greiða félagsgjöldin. Stjórnin mun senda tölvupóst og tilkynna þegar það verður klárt.
Stjórnin er búin að senda út fréttatilkynningar á miðla sem sumir hafa þegar birt, mbl.is, austurland.net, skessuhorn.is, brimborg.is og á facebook síðu Brimborgar. Og voru frábærar viðtökur á heimsíðunni og skráningu í félagið. Næst er að koma inn fyrstu afsláttarkjörum sem félagið hefur samið um og á aðeins eftir að útfæra þær og í framhaldinu sendir stjórn tölvupóst á félagsmenn.
Stjórnin er að vinna í því að setja inn efni á síðu félagsins, www.volvoklubbur.is er alltaf að koma inn nýtt og nýtt efni. Mig langar til að nefna að þeir sem hafa áhuga að senda inn greinar, pistla, reynslusögur, myndir og aðrar skemmtilegar upplýsingar eru velkomnir senda inn á postur(hja)volvoklubbur.is . Einnig geta menn komið sér í samband við stjórn félagsins ef þið hafið áhuga á senda reglulega inn efni og taka þátt í stækka heimsíðuna.
Það liggur margt fyrir að gera og undirbúa þar sem þetta er fyrsta starfsár félagsins, vantar reynslu á ýmsum hlutum. En við erum með reynslumikla menn í félagsmálum, vefsíðugerð og mikla áhuga menn um Volvo bíla í stjórn og þetta verður leikur einn. Svo að lokum deilið endilega fréttum áfram til vina og vandamanna, og ítreka við menn að skrá sig i félagið á þessu ári svo þeir verða titlaðir stofnfélagar.
Kær kveðja,
Ragnar Þór Reynisson,
Formaður