Pistill – Volvodelluáhugamál

Komið þið sæl, Volvo félagar og áhugamenn.

Mig langaði aðeins að deila með ykkur smá sögu. Sögu um hvað Volvo áhugi getur orðið mikil della.

Þetta byrjar allt með því að stjórn Volvoklúbbs Íslands berst í eyru að það er hægt að fá vöfflujárn sem galdrar fram vöfflur með sjálfu Volvo merkinu á. Þetta vöfflujárn var að finna í Noregi. Eftir mikla leit þá fannst söluaðili sem seldur þessi járn. Við vorum allir sammála því að Volvoklúbbur Íslands bæri skylda til að eiga svona grip sem félagsmenn gætu fengið að njóta á sérstökum viðburðum félagsins í framtíðinni. Það var ákveðið að hafa samband út og panta Volvo vöfflujárn. Project „ Volvo Vöfflujárn“ var sett af stað. Þegar haft var samband við söluaðila, kom í ljós að þessi aðili í Noregi, sendir ekki út fyrir norsku landsteinana. Þá voru góð ráð dýr. Eftir smá hugsanir og pælingar, var brugðið á það ráð að senda innan Noregs og koma þeim svo hingað á klakann. Á meðan járnin voru í þessu ferli öllu, var stjórnin yfir sig spennt. Vorum orðnir eins og lítil börn að bíða eftir jólunum. Spennan magnaðist og svo loks er fréttist að þau voru kominn í pósthúsið í Stórhöfða. Oddur gjaldkeri, beið ekki boðanna heldur rauk af stað og leysti út járnin. Svo varð auðvitað að vígja eitt Volvo vöfflujárn. Allir vildu vera viðstaddir, en það hafðist ekki að hafa alla á sama tíma. Þótt menn hefðu viljað, þá er ekki hægt að vera þekktur heima fyrir, að fórna öllu til að vígja vöfflujárn (fyrir Volvo dellu menn, þá er það bara eðlilegt að vilja gera það, þetta er ekki neitt venjulegt járn). En saman vorum við komnir nokkrir úr stjórn að verða vitni af því þegar fyrsta Volvo vafflan kæmi út á Íslandi.Við  hittumst heima hjá Oddi og bjó hann til deigið. Það var ekki bara verið að vígja vöfflujárn, heldur var þetta frumraun hans Odds í vöfflugerð og á hann hrós skilið fyrir vel heppnað deig, þó vanilludroparnir gleymdust á borðinu og ekkert fór í deigið.

En áfram með vígsluna. Svo kom að því að byrja að prufa gripinn. Járnið var stungið í samband og leyft að hittna. Haffi ritari, tók að sér að skammta degið í járnið og lokaði. Allir stóðum við yfir og dáðumst að merkinu sem stóð á lokinu á vöfflujárninu. Svo þegar vafflan var tilbúinn, var opnað. Vitið menn. Það blasti við dýrðar sjón. Volvo merkið, Iron Mark, blasti við með Volvo stöfum og allt. Okkur fannst þetta vera merkilegur tími. Og svo settumst við og gæddum okkur að gómsætum vöfflum með tröllasultu og rjóma.

En hvaða della er þetta að finnast þetta merkilegt? Ekki get ég útskýrt það. Ég hef áður sagt það í pistli að fyrir áhugamenn um Volvo bifreiðar, er þetta nánast dýrkun og má líkja við fótbolta lið sem þú heldur með alla ævi.

En til að halda í spennu í sögunni, þá mun stjórnin deila þessari reynslu með félagsmönnum Volvoklúbbs Íslands á næstunni.

 Nú styttist í að fyrsta félagsskírteini Volvoklúbb Íslands fara í prentun. Þegar þau verða tilbúin, þá ætlar stjórnin að afhenda þau með smá viðhöfn í húsakynnum Brimborgar. Við þann viðburð gefst tækifæri að verða vitni af þessum vöfflum og smakka á þeim með sultu og rjóma. Nánar auglýst síðar á heimasíðun félagsins, Facebook síðum félagsins og með tölvupósti til félagsmanna.

Meðfylgjandi eru myndir teknar við vígsluna. Þar er að sjá fyrir utan sögufræga Volvo Vöfflujárn, Ragnar Þór Reynisson formaður, Hafsteinn Ingi Gunnarsson ritari, Oddur Pétursson gjaldkeri og Einar Unnsteinsson (varamaður í stjórn).

Ragnar Þór Reynisson

Formaður Volvoklúbb Íslands

WP_000193 WP_000202 WP_000198

Comments are closed.