Prufubílinn Volvo Philip árgerð 1952

Í gegnum tíðina hefur Volvo gert nokkrar prototýpur sem aldrei litu dagsins ljós og þóttu ekki hafa það sem þurfti til að fara í fulla framleiðslu hjá Volvo. Nokkrir af þessum einstöku bílum eru nú safngripir í Svíþjóð.

Volvo Philip var prufubíll sem var búinn til árið 1952 og var hannaður  fyrir Bandaríkjamarkað. Í honum var V8 vél með 120 hestöflum, 3.6 L B36, og bílinn hafði hvítveggja dekk sem gaf bílnum áberandi stíl. Hönnuðurinn var Jan Wilsgaard sem hannaði einnig Volvo Amazon. Því miður var hætt við framleiðslu og því var aðeins einn bíll framleiddur, en hann var kallaður Philip. Bíllinn var þó notaður í nokkur ár af sænska fyrirtækinu Bolinder-Munktell sem framleiddi traktóra og vélar. Fyrirtækið var síðar keypt af Volvo AB og rann inn í það.  Vélin úr þessum bíl fór hinsvegar í framleiðslu árið 1956 og þá í Volvo Snabbe sem var trukkur með palli og einnig fór vélin í báta. Vélin var þekkt fyrir að vera sterk og traust, en einnig notaði hún mikið bensín. Vélarframleiðslan hætti árið 1973.

philip3b

Volvo_Philipvolvo-philip-1952-04 volvo-philip-1952-02 volvo-philip-1952-03

 

Comments are closed.