Reykjanes safnarúntur laugardaginn 15. maí

Laugardaginn 15. maí næstkomandi ætlar Volvoklúbbur Íslands að standa fyrir hópferð og skoða söfn á Reykjanesinu og vonumst við til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta. Stefnan er að hittast kl. 10:45 við bílastæði Icelandair í Hafnarfirði, Flugvellir 1, frá Ásbraut, og keyra þaðan í hópakstri á Slökkviliðsminjasafn Íslands, Njarðarbraut 3, Keflavík. Eftir að búið er að skoða safnið mun svo leiðin liggja að Byggðasafni Garðskaga, Skagabraut 100 í Garði og framhaldið ræðst svo af veðri og áhuga þeirra sem mæta. Volvoklúbburinn greiðir aðgangseyri fyrir gilda félagsmenn 2021. Makar, börn og fylgdarmenn greiða sér. Þetta er tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna að skoða þessi áhugaverðu söfn.

Þessi viðburður er aðeins fyrir gilda meðlimi Volvoklúbbsins. Póstur verður sendur þegar nær dregur á félagsmenn með nánari upplýsingum og biðjum við meðlimi um að skrá sig og samferðarfólk sitt í ferðina með því að svara þeim pósti eða skrá sig á facebook viðburðinn.

Nánari upplýsingar:

Lagt af stað kl. 11:00 frá Flugvöllum, Icelandair Hafnarfirði, mæting 10:45. Reiknað með að vera við Slökkviminjasafnið í Keflavík um 11:40 Safn skoðað í rúman klukkutíma. Farið frá safni um kl. 13:00 að Garði Byggðasafn Garðskaga. Þar er veitingasala fyrir þá sem það vilja. Farið frá Garði um 14:30-15:00.

Minnum á persónulegar sóttvarnir og samkomureglur sem gilda.

May be an image of road

May be an image of map, road og texti

Nánar um Byggðasafnið á Garði:

Bátar, líkön, veiðarfæri, siglingatæki og annað sem tilheyrir siglingum, sjósókn og verkun sjávarafla.
Á safninu eru 60 vélar af ýmsum gerðum, mest litlar bátavélar. Elst er Scandia glóðarhausvél frá 1920.

Einn merkasti hluturinn er sexæringurinn Fram, byggður árið 1887 með Engeyjarlagi. Hann er upphaf að elstu starfandi útgerð á landinu í dag.

Myndlýsing ekki til staðar.

Nánar um Slökkviliðsminjasafnið:

Slökkviliðsminjasafnið var opnað 13.apríl 2013 og var sett á laggirnar til þess að segja og varðveita sögu slökkviliðsmanna á Íslandi. Á safninu eru bílar og búnaður sem hefur verið notaður af slökkviliðsmönnum frá árinu 1880.

May be an image of innanhúss

Comments are closed.