Árlegur Suðurlandsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Sunnudaginn 7.júni stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri hópferð um Suðurlandið. Þetta er rótgróinn viðburður og verður þetta í áttunda skipti sem þessi viðburður er haldinn og margir sem hafa mætt í öll skiptin.
Brottför verður að venju við Shellstöðina við Vesturlandsveg og keyrt í halarófu til Hvolsvallar með stuttu stoppi á Selfossi. Í ár ætlum við að bjóða upp á smá krókaleiðir á heimleiðinni ef veður leyfir fyrir þá sem hafa áhuga á því en við höfum nánast alltaf verið mjög heppnir með veður.
Engin krafa er gerð um að menn séu í félaginu til að fá að fljóta með og áhugafólk um Volvo er einnig velkomið þó svo að það aki ekki um á Volvo en þeim verður gert að vera aftast í halarófunni.

Nánari tímasetningar og akstursleið verður auglýst betur þegar nær dregur.

Tengill á frétt um ferðina í fyrra:
http://volvoklubbur.is/sudurlandsrunturinn-1-juni/

Suðurlandsferðin 2019

 

Comments are closed.