S90 frumsýning

Miðvikudaginn 2. desember verður nýr Volvo S90 frumsýndur. Volvoklúbbur Íslands mun bjóða upp á beina netútsendingu frá athöfninni sem haldin verður í Gautaborg og er varpað út á netið. Mætið endilega í þakhýsi í Brimborgarhúsi, Bíldshöfða 6. Gengið er inn að norðanverðu og opnar salurinn kl. 17:15. Útsending hefst kl. 17:30 og er áætlað að hún taki í rúman klukkutíma. Léttar veitingar í boði Volvoklúbbs Íslands.

Tilvalið fyrir Volvo áhugamenn að hittast og verða vitni að frumsýningu S90 og spjalla við aðra félagsmenn.

Screen Shot 2015-11-30 at 20.58.47

Comments are closed.