Sænska Torslanda Volvoverksmiðjan 60 ára

Verksmiðja Volvo í Svíþjóð, Torslanda, er orðin 60 ára. Verksmiðjan var vígð árið 1964 af Gustav VI Adolf konungi. Meira en 9 milljónir Volvo bíla hafa verið framleiddur í verksmiðjunni, en hún er nú skilvirkari en nokkru sinni áður.
Í dag getur verksmiðjan framleitt 290.000 bíla á einu ári eða um 60 bíla á klukkustund. Starfsmenn eru á þremur vöktum og er starfsemi allan sólahringinn. Um 6.500 starfsmenn vinna ötullega á hverjum degi til að tryggja að hlutirnir gangi eins og áætlað er.
Núna er næstum helmingur bíla sem settir eru saman í Torslanda verksmiðjunni rafmagnsbílar.  Gríðarleg fjárfesting hefur verið gerð verskmiðjunni til að undirbúa hana fyrir næstu kynslóðir rafmagnsbíla.
 

Comments are closed.