Sænski T-gulur klúbburinn

Maður fær reglulega sendar myndir og ábendingar frá vinum varðandi áhugaverða Volvo bíla þegar þeir vita af því að maður er mikill Volvo áhugamaður. Sá sem skrifar þessa frétt fékk senda í dag mynd frá Svíþjóð, þar sem volvo samkoma var í gangi hjá hinum sænska T-Gul klúbbinum (Svenska T-Gul Klubben). Klúbburinn er sem sagt fyrir þá eigendur sem eiga Volvo 850 T-5R bílana sem komu á markað árið 1995 og var þróaður í samvinnu við Porsche og framleiddur í takmörkuðu magni. Sá bíll var með 240 hestafla turbo vél og eingöngu fáanlegur svartur, kremgulur og flöskugrænn. Ári seinna fékk hann nafnið Volvo 850R, fjöldatakmörkun var aflétt og mun fleiri litir í boði.

Þessi félagsskapur heldur úti heimasíðuFacebooksíðu og Instagram og er mjög gaman að sjá myndir af þeirra samkomum.

Nokkrir svona bílar eru svo á Íslandi, en við höfum ekki nákvæman fjölda.

Nokkrar myndir frá facebook þeirra fylgir þessari frétt.

Comments are closed.