Sænskur Volvoáhugamaður lét drauminn rætast á Íslandi

Fyrsti erlendi félagsmaðurinn hefur skráð sig hjá okkur í Volvoklúbb Íslands. Maðurinn heitir Per Helgesson og einhverjir volvoáhugamenn hérna Íslandi kannast við manninn. Hann hefur komið til Íslands í nokkur skipti en hann átti sér draum að keyra um landið á sínum Volvo 145 árgerð 1974. Draumur þessi rættist árið 2003 þegar að hann kom fór frá Svíþjóð til Noregs og tók Norrænu til Íslands. Hann dvaldi hérna í viku og keyrði 2500 km, eða hringinn í kringum landið. Per Helgesson kom einnig til Íslands síðastliðið sumar og tók myndir af Volvo 140 bílum á Íslandi sem voru ætlaðar fyrir sænska blaðið 140-Bladet.

per_Helgesson

Í sínum frítíma skrifar hann greinar í fyrir Volvo 140 klúbbinn í Svíþjóð, en þeir gefa reglulega út veglegt blað sem heitir 140-Bladet. Hann á að auki 8 Volvo bíla og er því nokkurs konar safnari. Bílarnir hans eru: V70 2,5T árg. 2008, 245 árg. 1989, 244 árg. 1988, 244DL árg. 1979, 145E  árg. 1974, 144  árg. 1969, 142 sport árg. 1967, 145  árg. 1967 sem er heimasmíðaður tilraunabíll. Fleiri myndir frá heimasíðu hans og Íslandsferðinni má finna hér. Bjóðum Per velkominn í hópinn.

Myndir frá Per Helgesson í Íslandsferðinni 2003.

austurland seydisfjordur Skaftafell

 

Comments are closed.