Þann 15.maí stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir safnaferð um Reykjanesið og meðlimum boðið að heimsækja Slökkviminjasafnið í Reykjanesbæ og Byggðasafnið á Garðsskaga.Þetta var í fyrsta skipti sem Volvoklúbburinn stóð fyrir svona ferð og stjórnin var mjög ánægð með mætingu félagsmanna.
Hópurinn lagði af stað frá Hafnafirði í aldursröð og beint á Slökkvisafnið. Safnið leynir mjög á sér en sennilega hafa flestir tekið eftir upplitaða slökkvibílnum sem stendur við húsið til móts við Reykjanesbrautina auglýstur safninu og hugsað með sér að þetta þyrfti að heimsækja. Safnið er stórglæsilegt og nokkrum merkilegum bílum verið bjargað að þeim sem að safninu standa og er sögu slökkviliðsins gerð góð skil á safninu. Eftir að búið var að labba um safnið var tekin bíltúr í gegnum Keflavík og svo upp að Byggðasafninu á Garðsskaga. Áhugamenn um vélar ættu að leggja leið sína þangað en safnið er með til sýnis margar vélar sem er búið að gera upp og eru nánast undantekningarlaust gangfærar. Safnið gefur einnig góða innsýn í sjómennsku fyrr á árum og vel þess virði að heimsækja. Í húsi safnsins er veitingastaðurinn Röstin og sennilega fáir veitingastaðir hér á landi með jafn fallegt útsýni en af staðnum er útsýni yfir Snæfellsjökul og Snæfellsnesið. Áður en safnið var yfirgefið var í boði að labba upp í Garðsskagavita og njóta útsýnisins þaðan.
Ásgeir Hjálmarsson sló svo í botninn og bauð þeim sem vildu að kíkja í vinnuskúrinn sinn en sá skúr er ekki minna merkilegur en flest byggðasöfn landsins. Í skemmunni er m.a. að finna 1946 árgerð af Renault Juvaqvatre 11 en þessir bílar voru kallaðir Hagamýsnar en þessi tiltekni bíll fékk viðurnefnið Tíkallinn. Viðurnefnið fékk bíllinn eftir að hann var í fyrsta vinning í Happadrætti SÍBS og miðinn á 10 kr. Bíllinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan hann var nýr.