Félagar og formaður Volvoklúbbs Íslands hafa nú flestir spókað sig um í Gautaborg í Svíþjóð í nokkra daga, en annar aðaldagurinn sem skipulagður var af Volvoklúbbnum var haldinn í dag. Nýja World of Volvo upplifunarsafnið var heimsótt og var mikil ánægja með upplifunina þar.
Annar viðburður dagsins var í vöruhús volvo og vakti það einnig lukku. Það er ekki staður sem hægt er að heimsækja fyrir almenna borgara en sambönd formannsins eru sterk og var því skipulagt að hópurinn gæti kíkt inn í heimsókn þar.
Inná milli hefur hópurinn hisst í hádegismat og kvöldmat.
Volvoklúbbs afmælisblaðið var að sjálfsögðu afhent í Svíþjóð.