Safnarúntur um Suðurland 21. maí

Minnum á þessa metnaðarfullu ferð n.k. laugardag. Aðeins fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjald 2022 og skráningarskylda.

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hópferð laugardaginn 21.maí um Suðurland. Við ætlum að taka daginn snemma og stefnum á að leggja af stað úr bænum klukkan 10:00 og taka stutt stopp á Selfossi. Næsta stopp eftir Selfoss verður skúraheimsókn en Volvoklúbbnum var boðið að koma og skoða glæsilegan Volvo 140 sem leynist á Suðurlandinu, nánar á Hraunteigum við Árnes.

Frá skúraheimsókninni ætlum við að kíkja á Samansafnið sem er rétt austan við Flúðir.

Þaðan verður ekið að Laugarvatni að veitingastaðnum Lindinni og stendur viðburðinn til kl. 15:00. Á Laugarvatni fá um við að sjá glæsilegan Volvo P1800.

Þessi ferð er eingöngu í boði fyrir félagsmenn Volvoklúbbsins sem greitt hafa árgjald 2022 og verður nauðsynlegt að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdeMUyv8HFBK1hlXKRBfZR3tytEA53b2pmL2piQxEVdMLjuAA/viewform

Dagskrá:

  • 09:45 Olís Norðingaholt
  • 10:00 Ekið af stað frá Olís til Hveragerðis og Selfoss.
  • 10:50 Selfoss N1 bílaplan. Ekið af stað kl. 11:00
  • 11:30 Komum að Hraunteigum sem er rétt við Árnes, áætlað stopp  u.þ.b 40 mín.
  • 12:10 Akstur á Samansafnið
  • 12:40 Samansafn, stoppað u.þ.b. 40 mín
  • 13:20 Ekið frá Samansafninu  að veitingastað u.þ.b.  akstur í ca 40 mín
  • 14:00 Lendum á veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni
  • 15:00 Viðburði lýkur.

Image preview

Gæti verið mynd af bíll, tré, vegur og Texti þar sem stendur "ST1"

Comments are closed.