Safnarúnturinn 29.apríl 2023

Þá eru línur orðnar skýrar varðandi Safnarúntinn 2023. Upphafspunktur er á Bauhaus planinu og er mæting þar klukkan 10:30 þar sem við tökum létt spjall, skoðum bílana hjá hvor öðrum og spjöllum aðeins. Við leggjum af stað frá Bauhaus klukkan 11:00 og fyrsti áfangastaður er Hernámssetrið í Hvalfirði. Gauji Litli ætlar að taka á móti hópnum og leiða okkur um safnið en eins og nafnið gefur til kynna er farið yfir sögu hernámsins á árunum 1940 til 1945. Hægt er að kynna sér safnið hér.

Við reiknum með brottför frá Hernámssafninu 13:30-14:00 og liggur leiðin beint yfir í Skorradal og á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri og eru allar líkur á að við fáum leiðsögn um það safn. Þar gefur skiljanlega að líta muni sem tengjast landbúnaðarsögu landsins með áherslu á byrjun tæknialdar í landbúnaði og eru munirnir allt frá smáum verkfærum og upp í dráttarvélar. Hægt er að kynna sér safnið hér.

Rúntinum líkur formlega þegar hópurinn er búinn að skoða safnið en ef veður er gott og stemning í hópnum verða hópstjórar opnir fyrir einhverjum viðbótar slaufum á leiðinni heim.

Skráning á viðburð hér:

Comments are closed.