Vígslu Volvo Car Group til að vernda minnstu og viðkvæmustu bílfarþega fagnar 50 ára afmæli sínu árið 2014. Þessi vinna hófst með heimsins fyrsta bakvísandi barnastól með frumgerð í Volvo PV544 árið 1964. Og nýjasta hönnunin er uppblásanlegur barnastóll sem er auðvelt ganga frá og pakka saman þegar hann er ekki í notkun.
Nokkrir merkir áfangar í öryggi barna hjá Volvo:
- 1964 Fyrsta barnasæti hannað
Læknirinn Bertil Aldman hannaði fyrsta barnastólinn og voru gerðar prófanir á Volvo PV544.
- 1967 Bakvísandi barnabílstóll með bakstuðningi
Fyrsti barnastóllinn sem fór í sölu var hannaður þannig að farþegasætinu var snúið við. Stóllinn var ólaður niður til að auka öryggi barnsins. Lausnin var seld sem aukahlutur í Volvo Amazon þetta árið.
- 1972 Fyrsti Volvo bakvísandi barnastóllinn kynntur
Bakvísandi barnastólar eru hannaðir til að styðja við háls og dreifa álagi á högg sem verður á framan verða bíla á stærra svæði.
- 1976 Fyrsta barnasetan frá Volvo
Börn frá 4 ára aldri sem ferðast í bíl og snúa fram og eru í öryggisbelti eiga að sitja á barnasetu sem fest er í belti. Öryggisreglur Volvo segja til um að börn upp á 140 sm hæð og upp að 10 ára aldri eiga að sitja á barnasessu. Börn á setu eru í 75% meira öryggi
- 1990 Heimsins fyrsta innbyggða sessan.
Fyrsta innbyggða sessan var kynnt í Volvo 960 í miðju aftursætinu. Tvöföld sessa var kynnt í Volvo S40 árið 1995.
- 1999 Heimsins fyrsta bakvísandi sæt fyrir ISOFIX
Heimsins fyrsta lausnin fyrir stöðluðu, bíl ISOFIX festingar voru í raun tvö bakvísandi sæti í einu. Bæði sætin – eitt fyrir ungbörn og eitt fyrir smábörn allt að fjögurra ára – var hægt að koma í sama ISOFIX ramma.
- 2007 Heimsins fyrsta innbyggða tveggja laga sessa
Tveggja laga sessa var kynnt í Volvo V70 estate bílnum. Tveggja laga útgáfan með tvær hæðarstillingar bauð upp á betri beltafestingar fyrir börn í mismunandi hæð.
- 2014 Uppblásanlegt barnasæti
Hönnin sem er enn á þróunarstig er auðvelt að setja upp og ganga frá eftir notkun og setja í lítinn poka. Auðvelt er að færa sætið á milli bíla.
Heimild: Volvocars.com