Saga Volvoklúbbs Íslands

Í lok sumars árið 2013 voru nokkrir volvoáhugamenn kallaðir á fund hjá sölustjóra Brimborgar, Ragnars Reynissonar.. Hugmyndir voru ræddar að stofna félagskap fyrir áhugamenn um volvobifreiðar. Óformlegur félagskapur hafði þegar myndast og hafði verið haldinn árlegur áramótaakstur á gamlársdag í nokkur ár, og einnig var til vefur þar sem bifreiðar voru seldar og þá var til hópur á facebook. Það var því ljóst að það gæti verið eftirspurn eftir því að formlegt félag yrði stofnað. Hófst þá leit að áhugasömum volvoeigendum til að mynda stjórn nýs félags. Ragnar Þór Reynisson leiddi þennan hóp saman og fór fyrir hópnum.

Stofnfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 13. nóvember 2013 í húsakynnum Brimborgar á Bíldshöfða.

Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 18. mars 2014 kl. 20:00 í þakhúsi Brimborgar.

Félagið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á Volvo bifreiðum og langar til að deila áhuga sínum með öðrum.

Tilgangur og hlutverk félagsins er eftirfarandi:

  1. Að stuðla að og efla góð tengsl milli þeirra sem hafa áhuga á Volvo bifreiðum .
  2. Að stuðla að því að arfleifð Volvo bifreiða varðveitist í hvívetna.
  3. Að stuðla að því að félagsmenn geti miðlað af reynslu sinni og leitað til annarra með sama áhuga.
  4. Að leitast við að aðstoða félagsmenn með ýmis innkaup og hagstæð viðskiptakjör og unnt er.

Með tilgangi sínum og hlutverki stefnir félagið að því:

  1. Að undirbúa reglulega samkomur og skapa þannig vettvang fyrir áhugamenn um Volvo bifreiðar.
  2. Að halda úti heimsíðu. Þar er varðveittur ýmiss fróðleikur, fréttir, ljósmyndir o.fl. fyrir félagsmenn.
  3. Að birta reglulega fréttir af starfsemi klúbbsins og miðla fréttum um Volvo bifreiðar.
  4. Að halda utan um sögu Volvo bifreiða á Íslandi.