Saga Volvomerkis

Þegar að ákvörðun hafði verið tekin að byrja að framleiða Volvo bíla í ágúst árið 1926 var ákveðið að endurvekja gamalt fyrirtæki sem hafði verið með rekstur síðan 1920. Þetta fyrirtæki var VOLVO, en það hafði verið stofnað árið 1915 og hafði fyrst verið að framleiða og markaðssetja legur fyrir bifreiðamarkaðinn.

Einn klókur meðlimur stjórnar Svenska Kullagerfabriken (SKF) hafði fundið upp VOLVO nafnið. Það var ekki aðeins einfalt nafn heldur líka auðvelt í framburði og lítil hætta á stafsetningarvillum í hinum stóra heimi þar sem nafnið var mjög einfalt.

Nafnið Volvo kemur úr latínu og merkir að rúlla eða rúllandi hreyfing.

Þegar að framleiðslan hófst var fyrirtækinu lýst sem: “Boltalegur, snúningslegur, velar, skiptingar, bílar, hjól, vagnar, samgöngutæki og flutningatæki af öllum tegundum og hlutuum og fylgihlutir fyrir framangreindum vörum”.

Einnig framleiddi Volvo gasbrennara, tjaldvagna og skrifstofustóla.

Á sama tíma og Volvo var ný endurvakið, var hið forna tákn fyrir járn, hringur með ör sem vísar skáhallt upp til hægri, samþykkt sem merki fyrirtækisins. Þetta er eitt elsta og algengasta merki í vestrænni menningu og stóð upphaflega fyrir plánetuna Mars á Rómartímum. Einnig stóð merkið fyrir hernaðarguðinum Mars, og einnig fyrir karlkyns kynið, en snemma var sambandið komið á milli Mars táknsins og málmi sem flest vopn voru gerð úr á þeim tíma, járni.

Á sama tíma og Volvo var ný endurvakið, var hið forna tákn fyrir járn, hringur með ör sem vísar skáhallt upp til hægri, samþykkt sem merki fyrirtækisins.

Merkið hefur lengi verið tákn um járniðnaðinn, ekki síst í Svíþjóð. Járn skjöldurinn á bílnum átti eftir að taka þetta upp táknrænt og stofnuð voru samtök til heiðurs hefð sænska járniðnaðinum: “Stál og styrkur með eiginleika eins og öryggi, gæði og endingu.”

Í dag stendur járnmerkið einnig fyrir vörumerki sem geislar af nútíma og spennandi hönnun og hefur sterk  tengsl við viðskiptavini.

Merkið var uppfyllt með skábandi fyrir framan vatnskassan á fyrsta bílnum í apríl 1927. Borðinn í merkinu var upphaflega tæknilega nauðsynlegur til að halda króm merki í stað en það þróaðist smám saman eins og annað sem skreytingartákn. Merkið finnst enn á öllum grillum á Volvo bílum. Merkið má í dag einnig finna í nútímaútgáfu á stýri Volvobíla og einnig á hjólkoppum og einnig í öllum auglýsingum, bæklingum, netsíðum og öðrum varningi frá Volvo.

Árið 1999 var Volvo Car Corporation selt af eiganda sínum AB Volvo til Ford Motor Company. Einum fyrirvara var kveðið um,: að vörumerkið  ætti að nota einnig í framtíðinni með bæði Volvo Cars og einnig af fyrirtækjum í Volvo Group.
Vörumerki var því sett í eignarhaldsfélag, Volvo Trademark Holding AB, sem er sameign helmingshluta af Volvo og Ford, og sem stjórnir þeirra ákveða hvernig nafnið er hægt að nota og í hvaða samhengi. Núverandi stjórn eignarhaldsfélagsins samanstendur af Leif Johansson, forstjóri AB Volvo og Bill Ford Jr, stjórnarformaður og forstjóri Ford Motor Company.

Volvo_1960

Þýtt frá: http://www.volvoclub.org.uk/history/volvo_logo.shtml