Samfélagið stækkar

Volvoklúbbur Íslands vill vera sem sýnilegastur á netinu til að stækka samfélagið og bjóða upp á fjölbreytta  valkosti fyrir hvernig félagsmenn vilja nálgast aðra meðlimi og fréttir félagsins. Við höfum því stofnað Volvo síðu á Facebook sem heldur utan um fréttirnar sem skrifaðar eru á þessu vef hérna. Með því að gera LIKE á vefinn okkar á forsíðunni þá færðu sendar allar fréttir og tilkynningar sem við setjum út á netið.

Facebookhópurinn er einnig mjög líflegur en þar eru yfir 230 meðlimir skráðir. Hópurinn er hugsaður fyrir allar umræður, auglýsingar og allt sem félagsmenn vilja koma á framfæri við aðra meðlimi. Hópur þessi var stofnaður fyrir meira en ári síðan og hefur fest sig í sessi.

Við biðjum ykkur því að gera LIKE á síðuna okkar og fá fréttir og tilkynningar á Facebook-vegginn ykkar. Gerið endilega LIKE á þær fréttir sem ykkur líkar við.

Comments are closed.