Af því er að frétta af Volvo S60 Polestar bílunum í V8 Supercars keppnin að eftir keppnirnar tvær í morgun í þá Tyrepower Tasmania 400, náði Scott McLaughlin að klifra upp um sjö sæti í stigakeppni ökumanna og situr núna í áttunda sæti með 232 stig, 150 stigum á eftir efsta manni. Hinn ökumaðurinn á Volvo S60 Polestar, Robert Dahlgren er í raun enn nýliði í V8 Supercars keppninni er næst neðstur í stigekeppni ökumanna með 86 stig. En í liðakeppninni eru Valvoline Racing GRM í sjöunda sæti af sextán liðum. Nokkuð góður árangur miðað við Valvoline keppnisliðið var bara í að mæta til leiks í ár.
Scott talaði um að það væri smá tækni mál sem mætti bæta en hann væri heitur og mundi leggja allt í sölurnar á morgun. Sjá meira hér. Robert er mjög bjartsýn á framhaldið hjá sér þar sem hann segist vera að læra mikið fyrstu keppnisdaganna og hann er allur með hugann við morgundaginn og stefni á að vera með þeim tíu efstu.
Langar að rifja upp myndband frá þriðju keppninni frá Clipsal 500 Adelaide keppninni þar sem Scott McLaughlin er í hrikalega spennandi keppni við meistarann Jamie Whincup á Holden Commodore. Sjáið þegar komið er um 2:30 mín á myndbandið, þá kemur þessi svakalega spennandi kafli um annað sætið. Það er hægt að finna adrenalínið koma í gegnum skjáinn. Og svo í síðustu beygjunni sem er 90°beygja þá sést vel hvað má lítið út af bregða til að vera skilinn eftir. Verðið að sjá þetta myndband.