Sex eftirlýstir Volvoar á Íslandi

Á Íslandi eru núna sex Volvo bílar sem eru eftirlýstir af Lögreglunni. Alls eru 404 bílar eftirlýstir en aðeins sex Volvo bílar. Athygli vekur að þremur Volvo bílum hefur verið stolið í ár, einum árið 2014, einum árið 2013 og einum árið 2010.  Búið er að afskrá hluta bílana þar sem þeir hafa ekki fundist.

Bílarnir eru:

Bílnúmer: PY265 VOLVO 850 T5. Rauður, týndur síðan: 28.8.2014
Bílnúmer:FS958 VOLVO 850 GLE. Svartur, týndur síðan: 25.2.2013
Bílnúmer:MT608 VOLVO S80.Grár týndur síðan: 21.12.2010
Bílnúmer:SM364 VOLVO 940 GLT. Rauður, týndur síðan: 17.4.2015
Bílnúmer:RM794 VOLVO S60. Grár, týndur síðan: 17.2.2015
Bílnúmer:RX120 VOLVO V40. Grænn, týndur síðan: 1.3.2015

Comments are closed.