Síðustu Volvo C202 Laplander voru sendir til Íslands

Í maí 1983 var ljóst að síðustu framleiddu Volvo C202 Laplander voru sendir til Íslands. Framleiðslan var hætt í Ungverjalandi og var því Veltir HF með síðustu eintökin í heiminum til sölu. Um 70 Lapplander bílar komu því til Íslands í sölu. Þjónustustjóri Veltis á þessum tíma fór í sérstaka sýningarferð um landið með tvo bíla. Var þessi hringferð vel auglýst í blöðunum og fyrir hvern landshluta fyrir sig. Voru þetta jafnframt síðustu auglýsingar umboðsins af þessum bílum.

Þegar leið á sumarið hafði Volvo verksmiðjan í Svíþjóð samband við Velti HF, og spurðist fyrir um hvort hér væru óseldir bílar. Kom í ljós að hér væru enn um 20 óseldir bílar og vildi verksmiðjan fá þá senda til sín. Einnig kom fram í þessari frétt að nokkrir bílar voru óseldir í Bólivíu, en mun dýrara var að senda þá til Svíþjóðar en frá Íslandi. Á þessum tíma var enn mikil eftirspurn í heiminum eftir þessum bílum, sem voru mikið notaðir sem björgunarbílar og sjúkrabílar víða. Þessir 20 bílar sem voru sendir úr landi voru ætlaðir Rauða krossinum um víða veröld.

Fyrstu þrjá mánuði ársins var Volvo C202 Laplander söluhæsti bíllinn í flokki vörubifreiða undir þremur tonnum. Veltir seldi 20 bíla á þessu tímabili, 1. janúar 1983 til 31. mars 1983. Samsvaraði það 19% markaðshlutdeild í þessum flokki. Á sama tíma voru t.d. 79 Volvo 244 seldir.

Með síðustu auglýsingum Veltis hf. vegna Lapplander.

 

Með síðustu auglýsingum Veltis hf. vegna Lapplander.

Lapplander bílarnir sendir úr landi sumarið 1983

Skráningar upplýsingar Lapplander.

Comments are closed.