Volvoklúbburinn og Fornbílaklúbbur Íslands héldu sameiginlegan viðburð í vikunni, þar sem hisst var niður í Laugardal og ekið um hverfið og endað í ísbúð í Laugarlæk. Það voru 12 volvo bílar á svæðinu en alls voru um 32 bílar með bílum frá Fornbílaklúbbinum. Félagar í klúbbunum spjölluðu saman og tóku myndir áður en lagt var af stað í hópaksturinn. Bíll númer tvö í akstrinum ákvað að hætta fylgja fyrsta bíl þegar skammt var liðið á aksturinn og var því ekki farin nákvæmlega sú leið sem stjórnandi akstursins ætlaði að fara. Ekki í fyrsta sinn sem félagi í Fornbílaklúbbinum stelur senunni.
Þetta var í þriðja skiptið sem þessir klúbbar halda svona viðburð og hefur mætingin almennt verið góð. Í þetta skiptið var veður alveg frábært og næg bílastæði fyrir félagsmenn og góð aðkeyrsla frá þessu svæði. Þökkum þeim sem komu og tóku þátt.