Skírteini fara í póst á mánudaginn

Kæru félagar. Félagskírteini fara í pökkun á mánudaginn og verða send með Íslandspósti til þeirra sem hafa greitt fyrir þann tíma. Um 290 félagsmenn hafa þegar greitt félagsgjaldið 2022. Með skírteininu í ár fylgir merkt lyklakippa og fréttabréf. Enn eiga nokkrir eftir ógreitt og hvetjum við þá til að klára það um helgina, en krafa ætti að liggja í heimabanka að upphæð 2000 kr. Áminning hefur einnig verið send í tölvupósti til þeirra sem hafa ekki þegar greitt.

Vonum að sem flestir nái þessu núna um helgina svo að hægt verið að nýta þessa stóru sendingu sem fer frá okkur á mánudaginn.

Nú þegar afléttingar eru orðnar töluverðar þá erum við að undirbúa næstu viðburði félagsins og í sumar. Nánari fréttir koma hér á síðunni og á samfélagsmiðlum þegar nær dregur.

 

Comments are closed.