Við höfum fengið fréttir af því að félagsmenn á landsbyggðinni séu farnir að fá meðlimakort frá okkur með póstinum. Með kortinu í ár fylgir einnig penni merktur Volvoklúbbi Íslands og fréttabréf félagsins. Félagar á höfuðborgarsvæðinu ættu að fá sendingu á allra næstu dögum. Við leggjum mikinn metnað í að gefa út þetta veglega skírteini og einnig fréttabréf og í ár fylgir merktur penni, og vonandi verður hægt að bjóða uppá slíkar gjafir einnig næstu árin.
Minnum félaga á að nýta sér afslættina sem fylgja kortinu, og má sjá þau fyrirtæki sem veita afslætti á síðunni hér.
Árlega ferðin á Bifhjóla og Fornbílasýninguna í Borgarnesi verður líklega ekki farin í maí þar sem sýningunni hefur verið aflýst.
Viðburðir ársins verða vel auglýstir með fyrirvara hér á síðunni og á fésbókinni.