Skúrahittingur – 1929 árgerð af Volvo vörubíl

Volvoklúbbur Íslands bauð meðlimum sínum að heimsækja Óla Árna en hann hefur síðustu tvö ár verið að endurgera 1929 árgerð af Volvo vörubíl sem hann flutti heim frá Svíþjóð. Þetta er framhaldsheimsókn en klúbburinn stóð fyrir sama skúrahittingi fyrir tveimur árum og því mjög gaman að koma aftur og sjá hvað mikið var búið að gera fyrir bílinn.

Bíllinn er af gerðinni LV63 og er einstaklega fallegur og var stórkostlega gaman að fá sögur af öllum þeim smáatriðum sem þurfti að hafa í huga við framkvæmd verksins.

Tæplega 30 manns mættu í skúrinn og einn af þeim kannast vonandi margir við en skærasta Snapchat stjarna Volvoaðdáenda á Íslandi mætti á viðburðinn. Hann er búinn að vera mjög duglegur að mynda endursmíði sína á Volvo PV444 sem hann er að taka verulega vel í gegn úti í Svíþjóð og leyfir öllum að fylgjast með. Þeir sem eru á Snapchat eru hvattir til að fylgjast með honum en hann er með notendanafnið Guðjón Volvo 444.

 

 

Comments are closed.