Skúrahittingur hjá Bilbro

Volvoklúbburinn stendur fyrir viðburði á annan í hvítasunnu, en þá verður skúra heimasókn til Bilbro í Garðabæ og kíkt á nýjasta verkefnið þar. Endilega skráið ykkur á viðburðinn á fésbókinni.

Einar og Sigurður Unnsteinssynir bjóða heim í skúrinn á annan í Hvítasunnu. Þetta er liðurinn “Skúrinn” sem er hér á síðunni. Meðlimum félagsins er boðið að koma á mánudaginn 25. maí kl. 13 að Lyngási 10 baka til, ská á móti Gokarthöllinni. Félagsmenn sem koma verða að leggja við IceCom og ganga niður rampinn vinstra megin við húsið.

Einar sýnir nýjasta verkefnið sitt, en það eru vélarskipti á Volvo 242. Komið og eigið skemmtilegt spjall við bílabræðurna á annan í Hvítasunnu.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Comments are closed.