Skúrahittingur og Safnarúntur

Volvoklúbbur Íslands ætlar að standa fyrir hópferð laugardaginn 21.maí. Við ætlum að taka daginn snemma og stefnum á að leggja af stað úr bænum klukkan 10:00 á laugardagsmorgunn og tökum stutt stopp á Selfossi. Næsta stopp eftir Selfoss verður skúraheimsókn en Volvoklúbbnum var boðið að koma og skoða glæsilegan Volvo 140 sem leynist á suðurlandinu.

Frá skúraheimsókninni ætlum við að kíkja á Samansafnið sem er rétt austan við Flúðir og þaðan liggur svo leiðin yfir á Laugarvatn þar sem okkur er boðið að skoða stórglæsilegan Volvo P1800.

Nánari útlistun á rúntinum verður auglýst strax eftir helgi ásamt því að við opnum fyrir skráningu í hana en þessi ferð er eingöngu í boði fyrir félagsmenn Volvoklúbbsins og verður nauðsynlegt að skrá sig.

Comments are closed.