Skúrinn – Volvo 244 í turbóvæðingu

Í ónefndum skúr í Kópavoginum er einn Volvo 244 í metnaðarfullum breytingum hjá nokkrum volvo sérfræðingum. Bíllinn er ekki mikið fyrir augað, en vélarrýmið er stórkostlegt. Bíllinn er ljós brúnn árgerð 1983 og var allur orginal áður en þessar breytingar hófust. Þessir ungu menn ætla sér að koma bílnum í drift eða út á spyrnubraut. Vélin er orginal en er nú komin með túrbó-væðingu og er komin yfir 300 hestöfl samkvæmt þessum sérfræðingum, og á eftir að tjúna hana enn frekar til upp um einhver hestöfl. Búið er að koma fyrir sérstökum stól og stýri í þennan bíl. Þegar húddi er lokað lítur þessi bíll ekki merkilega út, en þetta er ekki bíll sem maður vill mæta á rauðu ljósi og bjóða í spyrnu.

Sjáum þennan bíl vonandi fljótlega á einhverri samkomu Volvoklúbbsins.

Comments are closed.