Skúrviðburður í Garðabæ 10. nóvember

Volvoklúbburinn býður félagsmönnum að mæta í Skúrhitting í Garðabæ, sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00. Félagi okkar hann Bartosz Chimiel opnar skúrinn sinn, sem hann leigir ásamt vinum sínum. Hann á marga Volvo bíla sem hann mun sýna okkur og segja frá.
Volvoklúbburinn býður upp á gos og léttar veitingar í þessum viðburði.
Staðsetning er Suðurhraun 2 í Garðabæ, Skúrbil B4.
Þetta verður ágætlega merkt og ætti ekki að fara fram hjá neinum.
Þetta er viðburður fyrir félagsmenn Volvoklúbbs Íslands og er óskað eftir skráningu hér eða á tölvupósti til okkar.
Bartosz er vanur að halda viðburði og lofar góðri stemningu.
Hittumst hress í léttu spjalli í Garðabæ, sunnudaginn 10. nóvember.
Skúrbil B4.

Comments are closed.