Kæru félagar, núna hafa um það bil 90 félagsmenn skráð sig hjá okkur ,annað hvort á stofnfundinum eða í gegnum vefinn. Félagsgjaldið hefur verið sent út á einkabankann á hjá félagsmönnum, og nokkrir hafa kosið að millifæra.
Stjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa miðlimakortin, afslætti og fleira sem verður tilkynnt hér á næstu vikum.
Endilega hafði samband við alla volvoáhugamenn sem þið þekkjið og látið vita af vefinum og skráningunni í klúbbinn.
Að lokum vil ég hvetja þá sem vilja kom einhverju efni á framfæri við okkur að senda okkur póst um það. Allar volvo myndir úr einkasafni eru velkomnar hér.