Stjórn endurkjörin á Aðalfundi

Volvoklúbburinn hélt aðalfund á þriðjudaginn síðastliðinn. Dagskráin var hefðbundin þar sem farið var yfir ársskýrslu og ársreikning og borin upp breytingar á samþykktum félagsins. Stjórnarmenn og varamenn í stjórn voru endurkjörnir. Fimm dyggir félagar mættu á aðalfundinn, en það vantaði líka nokkra fastagesti. Samþykkt var að félagsgjaldi yrði áfram óbreytt.

Undir liðnum önnur mál, þá var rætt um viðburði sumarsins, og kom tillaga úr sal um heimsókn á Slökkviliðssafnið í Reykjanesbæ. Stjórn félagsins skoðar hvort hægt sé að búa til viðburð með hópakstri í Reykjanesbæ.

Comments are closed.