Stofnfundur Volvoklúbbs Íslands

Ágæti Volvo áhugamaður.

Það hefur lengi verið draumur margra að á Íslandi sé virkur félagsskapur um Volvo bifreiðar. Sá draumur er að rætast!

Þér er boðið á stofnfund Volvoklúbbs Íslands, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 20:00.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Brimborgar að Bíldshöfða 6 í þakhýsi, (gengið inn á milli aðalbyggingar og verkstæðis að framanverðu).

Fundarefni

  • 1.       Fundargestir boðnir velkomnir.
  • 2.       Fundarstjóri og ritari kynntir.
  • 3.       Starfsemi og markmið klúbbsins kynnt.
  • 4.       Drög af samþykktum félagsins lagðar til samþykktar
  • 5.       Stjórn lögð fram til samþykkta og kosning varamanna.
  • 6.       Félagsgjöld 2014 lögð til samþykkta. (2000 krónur)
  • 7.       Heimasíða félagsins kynnt og framtíðarplön.
  • 8.       Önnur mál.
  • 9.       Fundi slitið og Volvoklúbbur Íslands formlega stofnaður.

Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar eftir fund.

Meðfylgjandi eru drög að samþykktum klúbbsins. Allar breytingartillögur skulu berast á postur(hja)volvoklubbur.is eigi síðar en 6. nóvember, og verða allar breytingar skoðaðar og lagðar fram á stofnfundi.

Við í undirbúningsnefndinni vonumst til að sjá sem flesta, og að saman getum við byggt upp félagsskap áhugamanna um Volvo bifreiðar.

Kær kveðja,
Undirbúningsnefndin

Comments are closed.